Kalli Bjarna

Frét af vísi.

http://www.visir.is/article/20080423/FRETTIR01/339910460

Hann fékk leyfi til að fara til Noregs og kveðja systkini sín," segir Sveinbjörg Karlsdóttir móðir Kalla Bjarna sem fór úr landi áður en hann átti að hefja afplánun á tveggja ára fangelsisdómi vegna kókaínsmygls.

DV greindi frá því í morgun að Kalli Bjarni væri farinn úr landi og sagði Sveinbjörg ósköp eðlilegar skýringar á því. „Það er enginn feluleikur. Hann fékk leyfi frá fangelsismálastofnun til að fara með mér til Noregs."

Aðspurð segir Sveinbjörg að sonur hennar sé illa farinn eftir síðasta sukktúr en sé þó edrú núna. Hann mun snúa tilbaka til Íslands í lok apríl og fara beint í afplánun að sögn Sveinbjargar.

Systir Kalla Bjarna er búsett í Noregi en þar mun hann einnig kveðja hálfsystur sína og hálfbróður.

Það er nú hætt við að hann sjáist ekki á skerinu í náinni framtíð

Menn hafa nú leikið þennan leik áður að láta sig hverfa í einhver ár þangað til málin gegn eru fyrnd.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Jón

Brot fyrnast en dómar/afplánun ekki. Ef það er búið að dæma hann fyrnist það ekki, og ef hann lætur sig hverfa frestar hann bara afplánun þar til hann finnst.

Ég held þó að hann hafi vit á að koma heim af sjálfsdáðum...

Einar Jón, 23.4.2008 kl. 15:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband