Góður dagur til að fara yfir á Sumardekkin og ammæli

Þeir sem að fléttu 24 stundum í dag hafa kannski séð auglýsingu frá N1. Þar sem þeir auglýstu að það væri góður dagur í DAG til að skipta um dekk á bílnum.

Þeir hafa sennilega meint það þannig að fólk ætti nú að drífa sig á vetrardekkin, vegna þess að ég sá bara hvíta föl yfir öllu er ég leit út um gluggann, og það hefur lítið sem ekkert tekið upp.

Markaðsdeildin hjá N1  gengur um með risastórt skotmark á rassinum og gerir það fram að áramótum hið minnsta.

Annars í óspurðum fréttum er kallinn einu ári eldri í dag en hann var í gær, orðin 19 ára.... öööhh ég meina tvisvar sinnum 19. er víst orðinn 38 ára. Svona farðu út kona og hættu að trufla mig....(ýti konunni út og held áfram að skrifa)

já bara hokinn af reynslu síðustu ára. ´

Þegar ég var 10 ára þá leit ég fram um veginn og hugsaði til þess að ég yrði 30 ára um aldamótin og fannst það vera svo ógurlega langt frá mér í tíma. Nú á ég tvö ár í 40 og mér finnst ég hafa verið 10 ára í hitteð fyrra:)

nei bíddu...þetta gengur ekki alveg upp það eru bara 15 ár síðan ég fermdist:)Halo

Alla vega njótið dagsins og fariði varlega þið sem félluð fyrir auglýsingu N1´s í dag, og skiptuð yfir á sumardekkin.Undecided


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband