Mótmæli

já gott að mótmæla aðferðirnar eru kannski soldið ómarkvissar.

 

Ef að fólki væri alvara með að mótmæla háu bensínverði og vöntun á samkeppni hjá olíusölunum, þá myndi það labba, og taka strætó, hætta að versla olíu og bensín.

Þetta er í raun einfalt mál ef að það er markaður fyrir einhverja vöru, þá er hægt að selja hana. ef markaðurinn er til í að borga 150 kr fyrir literinn af viðkomandi vöru, þá kostar líterinn 150 kr.

Ef eitthvað er of dýrt þá á maður ekki að kaupa vöruna. Það er eins og að gera öll sín matarinnkaup í 10-11. Færð kannski góða vöru þar, en inni á milli er maður að sjá sömu vöru og fæst í Bónus á 100-150% lægra verði. Afhverju? Jú Fólk kaupir þessa sömu vöru í 10-11 á hærra verði. Fólk meira að segja kaupir þessa vöru síður í Bónus. 

Við höfum því miður búið um okkur sjálf í þessu ríki, og verðum að taka því eða reyna að breyta því.

Það þarf bara samstillt átak einstaklinga, og umræðu líka:)

Góðar stundir


mbl.is „Ráðamenn vakni"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: B Ewing

Örfáar spurningar. 

Hvenær tókst þú síðast strætó ?

Hvaða vöru kaupir fólk síður í Bónus en 10-11 ?  (Aldrei heyrt þetta áður).

Það þarf bara samstillt átak einstaklinga, og umræðu líka Hvað er þetta annað en samstillt átak einstaklinga ?

B Ewing, 31.3.2008 kl. 11:57

2 Smámynd: Steinþór Ásgeirsson

Tók síðast Strætó í morgun:)

Röltu í Bónus og í 10-11 berðu saman vörurnar sem þú sérð þar og taktu eftir magninu sem fólk verslar í 10-11, það er oft nokkuð mikið sem fólk labbar út með þar , meðal annars af því að gefur sér ekki tíma til að versla ódýrar.

Þessar aðgerðir eru komnar til af því að einn tiltölulega lítill hagsmunahópur er með aðgerðir. Það þarf að koma meira til. Samt allt á löglegum nótum

Steinþór Ásgeirsson, 31.3.2008 kl. 12:03

3 Smámynd: B Ewing

Flott svör. Get ekki sagt annað.

Strætó þykir mér óhæfur samgöngumáti, enda er ég í fullri vinnu og með fjölskyldu.  Að auki bý ég ekki 101 en 80% strætisvagnanna liggja þangað eða í áttina að miðbæ Hafnarfjarðar.  Að auki eru bílstjórarnir (einn og einn, restin er til fyrirmyndar) algerlega óhæfir til að aka farþegum.  Tók strætó á tímabili í fyrra og þurfti oftar en einu sinni að ríghalda mér í sætið og vona að bílstórinn dræpi engan á leiðinni, sem er miður.

Það fólk sem ég hef helst orðið var við að kaupi í 10-11 vörur sem auðveldlega er hægt að nálgast í Bónus eru krakkar sem búa hjá mömmu og pabba (mamma og pabbi borga allt), ferðamenn (sem þekkja ekki þessa stórfurðulegu svikamyllu sem hægt er að komast  upp með) og eldra fólk sem ekki treystir sér til að bíða í tuttugu mínútur í röð. Margt  eldra fólk vill ekki fá hraðafgreiðslu og lenda í vandræðum með að raða vörunum sínum í poka og kýs einhverra hluta vegna að versla allar sínar vörur á margföldu verði í staðinn.  Býst samt við að tveir af þessum þrem hópum muni láta sig hafa það að fara í Bónus þegar harðnar á dalnum.  Ferðamennina þarf hinsvegar að aðvara við komuna til landsins (svona svipað og Íslendingar eru reglulega varaðir við vasaþjófum á Spáni og víðar).

B Ewing, 31.3.2008 kl. 13:40

4 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Góð færsla.

Hólmdís Hjartardóttir, 15.4.2008 kl. 13:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband