Refsing fyrir að reyna að auka tekjurnar Uppfært

Segjum sem svo að ég fullfrískkur maðurin( kannski soldið geðveikur, en ekkert sem ríkið hefur vottað) er giftur konu sem er öryrki hún þiggur sitt viðurværi frá ríkinu. Hún- við fitnum sossum ekki mikið af því, eigum 3 börn búum í blokk skuldum 80 % í henni og höfum afnot af bíl sem Avant- Lýsing eða einhver önnur gæða stofnun lánar okkur á meðan við stöndum okkur í að greiða af honum:)

svo fer ég á stúfana aðeins að reyna að fá aukatekjur til heimilisins, svona til að eiga fyrir mjólk og graut og svoleiðis. ´Nú af því að ég er löghlýðinn borgari gef ég þær tekjur upp til skatts.

Árið eftir leiðréttir Tryggingastofnun tekjur Konunar minnar af því að ég hafði auka tekjur sem ég gerði ekki ráð fyrir árið áður. Sem sagt það sem ég reddaði í fyrra til að eiga fyrir mjólk er tekið af konunni minni og ég þarf að borga skatt af því líka.

Setjum dæmið upp öðruvísi

Jón er millistjórnandi hjá EJS, konan hans sækir um vinnu hjá Glitnir. Starfsmannastjóri Glitnis er mjög ánægður með Konuna hans Jóns og vil gjarnan ráða hana í vinnu, en af því að Jón var 350 þús kr á mánuði í fyrra þá má konan hans Jóns bara hafa 150 þús kr í tekjur á mán. Ef að Jón fær kauphækkun þá þarf að lækka konuna hans í launum sem því nemur.

 

Í raun virkar samfélagið hjá okkur þannig í dag. Sem gerir það að verkum að fullt af fjölskyldum sér aldrei til sólar.

 

ATH Uppfærsla

Það er búið að fella niður tekjutnginguna hjá Öryrkjum þannig að nú má ég vinna eins og skeppna það kemur ekki niður á betri helmingnum:)LoL


mbl.is Birkir Jón: Vill ræða málefni aldraðra og öryrkja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband