Hlutur og hlutur

Á meðan hægt er að setja einhverja tugi milljóna í að þýða íslendingasögurnar yfir á hin norðurlanda málin, þá er reynt að "spara" í heilbrigðismálum og löggæslu málum. Það var í Fréttablaðinu í morgun að á lögreglustöðinni við Hverfisgötu er ekki opið eftir að skrifstofu tíma líkur. sennilega sparnaður hjá þeim. Það er hægt að ná sambandi við löggurnar með því að hringja dyrabjöllu, það er svarað ef það kemst einhver til þess sökum anna.

Sem sagt ef þú lendir í neyð einhverstaðar nálægt Hlemmi eins og til dæmis einhver að ræna þig búinn að ná af þér veskinu og símanum þínum( gæti gerst) þá er ekkert víst að löggan megi vera að því að aðstoða þig af því að einhver fyllibyttan í fangaklefanum grætur eða löggan sem er á vakt er að spila kapal í tölvunni og má ekki vera að því að svara dyrasímanum.

Þetta var svona worst case tilfelli. Annars er ég bara jákvæður gengið á Evrunni farið upp um 8 kr síðan á föstudag:)

Viljiði ræða það eitthvað? Nei ég hélt ekki.

 


mbl.is 9,2% af landsframleiðslu til heilbrigðismála
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

ótrúlegur hégómi í þessum sparnaði!!

Komum okkur á framfæri, látum vita af því að við erum flott og æðisleg, já og skörum eld að okkar köku og svo skítt með rest. Reyndar sé ég þetta víða í þjóðfélaginu.. hvað með öll jeppa kaupin, húsakaupin, merkjavörurnar og almenna neyslu t.d. 

Margur verður að aurum api

Díana (IP-tala skráð) 18.3.2008 kl. 08:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband