Færsluflokkur: Formúla 1

Formúlan í Bharein

Já Frekar litlaust í gær finnst mér

Mesta fúttið kannski í því þegar Lewis reynda að fara aftan að Alonso og datt niður í aftasta sæti

jú og þegar hann fór úr 14. alla leið upp í 13. sæti, rosa kappakstur

 

Annars lítur þetta vel út fyrir mína menn og ekkert því til fyrir stöðu að þeir verði komnir með fingurgómanna á dollunum um mitt tímabil.

Tifosi


Æði

Þó svo ég sé Ferrari maður , þá hreinlega vona ég að Kubica takist að stinga af í ræsingu á morgun og hleypi smáspennu í mótið og geri menn soldið smeyka hjá toppliðunum:)

Áfram

Ferrari Raikkonen tekur þetta en það væri bara flott fyrir  F1 að Kubica rúlli þessu upp á morgun. Annars er engin spurning hvort Kubic vinni mót heldur hvenær það gerist !!!Cool


mbl.is Kubica vinnur fyrsta ráspól sinn og BMW
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Viðtal við Pólstjörnu smyglarana

Á vísir.is er birt viðtal við drengina sem stóðu að smyglinu á skútnni hér í fyrra

hér er linkur á fréttina

http://www.visir.is/article/20080404/FRETTIR01/80403113

en í henni segjsta þeir hafa verið fengnir til verksins gegn massívri borgun

úr fréttinni:

"Von um milljónagróða varð til þess að þeir héldu í þessa ferð; þeir segja að þeim hafi verið lofað 30 til 50 milljónir á mann. Fyrir þá peninga hafi þeir viljað koma á laggirnar fyrirtæki og flytja inn inn heitapotta og fleira frá Noregi. „Við ætluðum seinna að flytja inn eitthvað allt annað en dóp.""

svo á öðrum stað tala þeir um að þeir skildu eftir hluta af efninu í Færeyjum til að reyna selja það þar.:

Meira úr frétt Vísis

"Hann var búinn að vera spyrja mig út í hvað væri í töskunum en ég hummaði þetta bara fram af mér og þá vissi hann að þetta væri eitthvað sem hann vildi ekki vita meira um. Svo ákváðum við að skilja eftir smá hluta til að selja þarna og ég fékk fékk ég hann til að taka við þessu."

Lykilatriði í fréttinni er að þeir eru að gera þetta fyrir einhvern annan, svo taka þeir upp á því að skilja eftir hluta af einhvreju sem þeir segjast ekkert eiga eftir!!!

Halló, eigum við að trúa þessu? þeir eiga meiri hlut í málinu en þeir segja. það getur verið að einhver hafi bakkað þá upp peningalega, en þeir eru ekki "bara" að flytja vöru á milli landa hér.

Það er mín skoðun.


Enn af 5 ára gamalli stúlku

Enn sem oftar er kominn háttatími, og til að minna vesen sé á morgnanna við að koma prinsessunni á fætur, þá er hún látin finna föt á sig áður en hún fer að sofa.

Engin undantekning á því í gærkvöldi

Pabbinn er búinn að standa í ströngu að smala henni úr dagsfötunum og í náttföt, fá hana til að bursta tennur og spurja hvort hún þurfi örugglega ekki að pissa.

Svo rétt áður en ég rek hana uppí þá mundi ég eftir að láta hana velja föt fyrir morgundaginn. Set henni það verkefni fyrir, Ok segir hún hin rólegasta ég sest niður og fylgist með imbanum 5 mín. seinna fer ég að velta fyrir mér hvernig gangi(það heyrðist nefnilega bara raul og dútl innan úr svefnherbergi þeirrar litlu) kemur hún þá ekki labbandi fram úr herberginu sínu, í innkaupapoka!!!

Það er komin í bónus poka með lappirnar og svo fór hún bara fetið. Svo stóð hún þarna í stofunni trallaði og hoppaði. þá fauk nú í pabbann, sem bendir á hanna og segir ströngum rómi;Hvað var það sem ég bað þig um frir 5 mínútum síðan?

Hún lítur á mig sposk á svip segir svo ok, með glott á vör. Snýr sér við á punktinum og fetar sig inn í herbergi aftur.

foreldrarnir lágu í krampa eftir í sófanum:)

Þvílíkur snillingurInLove 


Ennio Morricone

Rétt upp hend þeir sem sáu Morricone on Morricone í túbunni í gær.

Þvílík snilld!!

hann er ótrúlegur kallinn.

Læt fylgja með link á snillinginn

http://www.youtube.com/watch?v=XxGntzAjixA&feature=related

Þetta er öflugt

http://www.youtube.com/watch?v=GWUFrkvWycI


Morgun(ó)gleði

Dóttir mín(5) þetta er eins og í Séð og Heyrt:)

Hún reyndar er alveg að detta í sex ára . Allavegá, hún getur verið eindæmum pirruð á morgnana þegar verið er að koma henni fram úr.

hún á það til að orga á Pabba sinn(37). Ég er kannski búinn að koma inn og ýta við henni og tala við hana í rólegheitum

Svo dettur mér í hug að syngja til að reyna koma henni í stuð fyrir fótaferð, hún grípur fyrir eyrun sín og orgar HÆTTU!!! Í gærmorgun prufaði ún aðra taktik á kallinn. Þegar að ég byrjaði með einhvern hávaða og stuðtilfæringar setti hún hendur yfir eyrun klemdi aftur augun og svo kom suss frá henni ósköp ljúft en ákveðið susss. mér eiginlega féllust hendur, upp á hverju tekur hún næst?

Ja ég bara spyr


Það minnkar sem tekið er af

Þetta er allt í lagi hann á nóg af pening enn kallinn.

Til að gefa einhverjum konum sem sárabót fyrir marital vandræði


mbl.is McCartney og Shevell saman í rómantísku orlofi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband