Uppátækjasamir strákar

Pabbi sagði mér einu sinni frá því er hann var um 12-13 ára, þá tók hann upp á því hjá sjálfum sér að smíða lásboga, þetta var á árunum í kringum seinna stríð hann var fæddur ´31.

Afi varð var við uppátækið en gerði nú ekki neitt í því....... fyrr hann sá kauða skjóta ör úr boganum einhverja metra að skotmarki sem hann hafði stillt upp. Fór örin í gegnum skotmarkið sem var þykk krossviðar plata. Þá brá þeim gamla og hann var snöggur að gera lásbogann upp. Ekki átti strákur að fá að valsa um túninn með vopnið mönnum og dýrum til skelfingar:)

 


mbl.is Skrifstofustóll ógnar öryggi bæjarbúa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

Líklega rétt ákvörðun hjá honum afa þínum  

Eitt skiptið vorum við á siglingu frá Canada til Íslands og hafði einn hástetinn keypt sér keppnisboga mikinn og laumað honum um borð, eitt skiptið þegar strákarnir áttu að vera að baksa ganga og herbergi niðri kom ég að þar sem bogaeigandinn var að munda bogann fram á gangi með hurðina opna inn í herbergið sitt en á beknum þar á móti sat félagi hans með epli á hausnum og átti sko að reyna á bogfimina, úúúfff var snöggur að hirða bogann koma strákunum til verka aftur og henda ansk boganum í sjóinn.

 ekki er nú öll vitleysan eins

Jón Snæbjörnsson, 19.8.2008 kl. 09:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband