Ég var á leið heim úr vinnu í gær. fékk far með vinnufélaga.
Við ókum fram úr lítilli buddu á lítilli púttu, nema hvað að buddan var með lítinn hund í fanginu á sér á meðan hún var að keyra.
Nema hvað að hausinn á mér fór á yfirsnúning og sá fyrir mér að buddan lenti í árekstri, ekki stórum endilega, kannski bara kyssti létt afturendan á næsta bíl fyrir framan. En samt nógu stórum til að loftpúðinn í stýrinu hjá henni myndi springa út! Hvað myndi koma fyrir hundinn?
Og ætli buddan myndi lifa höggið af? Hundurinn myndi sennilega ekki lifa það af, en buddan?
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.