Auglýsingar sem beinast að börnum

Það er kominn tími á að minnka áreitið sem við hlöðum á krakkana okkar.

Það liggur öllum svo rosalega mikið á. Eignast þetta strax. Hvernig er það hægt? það er ekki enu sinni pælt í því. Við höfum alveg gleymt í neyslu æðinu að leggja áherslu á sparnað

Þegar ég var að alast upp þá voru bankar til að leggja fyrir í, Seman ber græddur er geymdur eyrir. En nú eru bankar til að fá fá yfirdrátt og lægstu vextina?!??!?

Hvernig er hægt að ætlast til að fólk eignist nokkurn skapaðan hlut ef því er ekki kennt að spara?

Nú var mér kennt að spara þegar ég var yngri. átti meðal annrs fyrir útborgun í fyrstu íbúðina mína.

Það var reyndar meira fyrir það að mútta lagði alla peningana mína fyrir á meðan hún gat og hleypti mér ekki í þá:)

Hún reyndi allavega að kenna mér að spara.

Hvernig væri að banna allar beinar auglýsingar? og óbeinar? Hvernig yrði veröldin þá?

Ein ríkisrekin sjónvarpsstöð sem væri lokuð yfir sumartímann. Jafnvel ekkert sjónvarp í miðri viku.

Ein, kannski tvær útvarpsrásir. Hmmm Am I on to something here?

 


mbl.is Fortakslaust bann gegn auglýsingum fyrir börn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband