Heimilis störf

ég hef nú aldrei pælt í þessu, en það gæti nú bara eitthvað verið til í þessu

Það er alla vega betra að sinna heimilisstörfunum heldur en ekki.

Ef maður veit upp á sig skömmina að eiga eftir að ganga frá eftir matinn eða hreinlega ryksuga og skúra, þá nýtir maður þess ekki jafn mikið að dúlla sér við að lesa bók eða slæpast í tölvunni. Og það fylgir ákveðin vellíðan eftir að heimilisstörfum lýkur. þá er maður frekar ánægður með sig að hafa klárað þetta eins skemtilegt og þau eru.

Vegna þess að óhreini þvotturinn tekur sig ekki upp og fer ef maður sinnir honum ekki. Hann bara safnast upp þar til maður situr á sprellanum, illa lyktandi fyrir framan sjónvarpið og reynir að loka á flugnasuðið í þvottahúsinu og ólyktina úr eldhúsinu af rotnandi matarleyfunum.

Heimilsstörfin eru með því mikilvægasta sem maður sinnir á heimilinu.


mbl.is Heimilisstörfin bæta geðheilsuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband