að hryggbrjóta

Ég er kannski svona vitlaus, en  ég hef bara heyrt talað um hryggbrotið í tengslum við bónorð.

Frekar klén blaðamennska finnst mér að tengja höfnun Simons á stelpunni við bónorð og hryggbrot.

Annars væri gaman að heyra um hvaðan þetta orðatiltæki er komið. 


mbl.is Simon Cowell sveik sex ára gamla stúlku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

ég hef heldur aldrei heyrt þetta orðasamband notað öðruvísi. Við erum kannski bæði svona vitlaus ?

Ragnheiður , 13.8.2007 kl. 15:27

2 Smámynd: Tarkus

Mér þykir "blaðamennskan" á mbl.is hafa farið hríðversnandi undanfarið og veit ég fyrir víst að fleiri eru mér sammála þar. Þetta eru mest allt þýddar greinar og oft mjög hroðvirknislega unnar. Ætla mætti að þýðandinn hafi ekki skilið greinina. Grunur læðist að manni að aðalatriðið sé uppfyllingin en ekki fréttin. Þetta minnir mig dálítið á þýðingar bíómynda þar sem hrópandi er að þýðandinn hefur ekki séð myndina heldur einungis handritið.

Tarkus, 13.8.2007 kl. 15:40

3 Smámynd: Ragnheiður

Það er búið að laga þetta núna, við vorum greinilega ekki vitlaus

Ragnheiður , 13.8.2007 kl. 15:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband