Starf yfirgefið

Ætlar MBL.is að elta hvern einasta starfsmann,  sem misst hefur vinnuna út af þessu ástandi, síðasta daginn þeirra í vinnu.

Það hefði verið meira fréttaefni ef Hreiðar hefði strunsað út og skellt á eftir sér, án þess að tala við kóng eða prest.

Er gúrkan svona mikil þessa dagana?

Sé ekki alveg tilganginn með þessari frétt 


mbl.is Hreiðar Már yfirgefur Kaupþing
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Seðlabankinn tapar

Einhversstaðar heyrði ég því fleygt að Seðlabanki Íslands væri búin að glutra niður andvirði 10 Sundabrauta. Getur það staðist?

Ef það er rétt, afhverju og hver ber ábyrgð á því? Þarf ekki að rannsaka það og fá botn í það.

 


mbl.is Sátt um IMF-lán í Seðlabanka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Auðar íbúðir

Er þetta eitthvað sem menn þurfa að vera hissa á.

Fyrir 20 árum síðan ætluðu allir að græða á því að reka videóleigur, ekki gekk það

Sólbaðstofur, laxeldi minkaeldi eigum við að halda áfram.

Svo hófst útrásin og allir vildu verða ríkir og fóru að byggja og byggja og byggja pínu meira.

Var virkilega enginn sem stoppaði og spurði sig: hvar fæ ég fólk til að kaupa þessar fasteignir?


mbl.is 550 til 600 óseldar íbúðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Laga vandann

Hvaða Vanda? Er þetta ekki hið besta mál?

Þetta kallar maður norskt samsæri:)

 


mbl.is SAS var óvart með útsölu á flugmiðum til Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Og stjórnin á Brauðfótum

Á meðan þessu stendur hrynur stjórnin

Rífiði nú Egóiið niður og gerið eitthvað af viti þarna Geir og Solla


mbl.is Krónan tifar á mjóum fótum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ríkisstjórn landsins

Fyrirgefðu

Er ekki komin tími til að leggja flokkapólitík til hliðar og klára þetta mál?

Hagsmunir Íslands eru stærri heldur en hagsmunir einhverra pólitikusa eða flokka, sem sitja saman á þingi.

Nú er svo komið að þarf að fara að gera eitthvað. Ef stjórnin springur þá er langt í að eitthvað lagist á þessu skeri.


mbl.is Vonandi niðurstaða fljótt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vilhjálmur

Er verið að koma Villa út úr Pólitík?

 

Get ekki ímyndað mér að Vilhjálmur verði vinsæll meðal kollega sinna þegar hann mætir með niðurskurðarhnífinn til að skera niður nefndir. Samt eitthvað sem þarf að gera, það vill bara engin gera það. Látum Villa gera það, Hann er hvort sem er ekki heitur þessa dagana.

 

Eða er hann það? Skora hér með á Vilhjálm að skera niður um 50 milljónir í nefndum og ráðum á vegum borgarinnar.  


mbl.is Skera niður um 15-20 miljónir í nefndum á næsta ári
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Enn dregur ríkisstjórnin lappirnar

Væri ekki hreinlegra að segja bara strax, við ætlum ekki að fá aðstoð?

Það lýtur hreinlega út fyrir að Stjórnin viti ekki hvað hún á að gera. Á meðan þessu rugli stendur, bíður landið með öndina í hálsinum. Fyrirtæki lenda í vanskilum eða geta ekki átt eðlileg viðskipti við útlönd.

Eru þessir menn og konur alveeeg vanhæfir?

Ég bara spyr! 


mbl.is Ríkisstjórnarfundi lokið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ást á Peningum

Ég vil nú meina að meint ást var nú aldrei annað en íslensk öfund!

Það er þetta sem keyrir Ízlenzkt neyzlusamfélag! Nonni í næstahúsi er kominn 42" skjá, ég verð að fá mér stærra sjónvarp! Baldur er kominn á nýjan Landrover, Ég fæ mér Range Rover.

Ízlendingar hafa alltaf öfundað hinar skepnurnar, þessar sem eru í grænna grasi hinumegin við grindverkið. Málið er allar eru þær jafn skuldsettar.

Vinna fyrir Skattman, Avent, Lýsingu og bankana. 


mbl.is Ást á milljarðamæringum kulnuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Framboð

Getur einhver sagt mér?

Hvaða mannvitsbrekka átti þá snilldarhugmynd að umsókninni um framboðið?

Það væri gaman að vita það. Ef við hefðum hlotið kosningu þá væru örugglega 5 stjórnmálamenn búnir að berja sér á bringu og hæla sjálfum sér.

En hefur það komið fram hver ber ábyrgð á þessari vitleysu, sem kostaði held ég í kringum Milljarð?


mbl.is Framboð Íslands út í hött?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband