Rafbyssur

Hafið þið gagnrýnendur skoðað málið frá öllu hliðum.

 

Mér finnst virðingarleysið fyrir lögum og reglum vera orðið þvílíkt að það stefnir í óefni.

Það má viðukenna að kannski ber lögregla einhverja ábyrgð í því viðhorfi, en við skulum athuga eitt.

Það ber öllum skylda til að aðstoða lögreglu, samkvæmt lögum.

Og það er sjálfsagt besta leiðin þegar að lögreglan er að sinna skyldustörfum, þó manni finnist hún fara offari þá þekkir maður ekki alla söguna. Þegar lögreglan kemur að einhverju atviki þá verður hún starfsöryggisins vegna að nálgast þá frá þeirri hlið að allt geti farið á versta veg.

Lögregln sinnir ótal málum á hverjum degi mjög farsællega, við heyrum bara af örfáum þeirra og yfirleitt eru það málin sem fara illa.

Mér sýnist að það sé stutt í að lögreglan þurfi að fara vígbúast, með skelfilegri afleiðingum fyrir alla.

Ég held að Taser væðing lögreglunnar sé ekki af hinu slæma.

Það þyrfti mikið eftirlit með þeirri notkun, misnotkun á þeim ætti að vera brottrekstrarsök.

En númer eitt tvö og þrjú ef að fólk væri duglegra að aðstoða lögregluna þegar hún er við skyldustörf, frekar en að vera með uppistand og gera ráð fyrir því að lögreglan sé í órétti. Oft gerir það málið fkóknara, dregur það á langinn og eykur hættuna á stærra máli.

Frekar að gera allt til að ástandið gangi fljótt yfir, og ef eitthvað er að framgöngu lögreglu í þessu máli, þá er um að gera að leggja fram skýrslu/kæru þess efnis.

Þetta er ekki skrifað til varnar klúðrinu sem varð af mótmæla veseninu í síðustu viku.


mbl.is Allir lögreglumenn fái rafstuðbyssu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband